Námskeið
Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór?
-
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði markþjálfunar og verður mótað jafnóðum að þínum þörfum, löngunum og óskum.
-
Á námskeiðinu lærir þú að leyfa framtíðinni þinni að marka ný spor í núinu.
-
Þú lærir að leyfa framtíðinni að hafa áhrif á líðan þína og hugarfar á líðandi stundu.
-
Þú færð í hendurnar verkfæri, leiðir og lausnir til þess að komast áfram í lífinu.
Nánari lýsing á innihaldi námskeiðsins
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
Þegar þú spyrð barnið þá stendur ekki á svörum. Það þylur upp allt það sem því dettur í hug án umhugsunar. Hvar er draumurinn? Hann er alltaf í nútíð og framtíð.
Hvernig eru viðbrögð fullorðins einstaklings við sömu spurningunni?
Ólíkt barninu þá er fullorðinn einstaklingur orðinn stór. Hann er veðurbarinn eftir lífsins ólgusjó. Draumarnir eru liðnir og farnir. Leitin að svörunum kostar heilabrot og vangaveltur. Í kjölfarið koma svo mótrökin og efinn. Get ég þetta? Þetta er svo erfitt? Mun ég ljúka þessu? Hvað finnst öðrum um þetta? Þetta er svo dýrt? Rökin eru byggð á ótta, neikvæðri reynslu og misheppnuðum tilraunum. Hvar er draumurinn? Hann er í fortíðinni.
Er eitthvað vit í því að láta sér dreyma?
Er eitthvað gagn í því að láta sér dreyma? Er þetta barnalegt? Svarið er JÁ! Rannsóknir í þrautalausnum í sálfræði hafa sýnt fram á gagnsemi þess að virkja ímyndunaraflið og fara óhefðbundnar leiðir í að leysa vandamál. Einnig hefur reynsla þeirra sem fara á vit ævintýranna og láta draumana sýna rætast sýnt fram á það. Dettur þér einhvern í hug?
-
Framtíðarsýn
Þú lærir að lesa í það sem veitir þér hamingju og gefur lífinu þínu tilgang. Hver er drifkrafturinn minn? Hver er ástríðan mín? Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór? Hvernig mun ég komast þangað?
-
Gildi og viðhorf
Hver eru kjarna viðhorfin mín og gildi? Hvernig get ég nýtt mér þau til framfara?
-
Hugarfar, tilfinningar og hegðun
Þú lærir að kortleggja hugsanir þínar, tilfinningar og hegðun
-
Mótun aðgerða, skipulagning og markmiðasetning
Þú lærir að móta aðgerðir, skipuleggja þig og að setja þér innihaldsrík markmið. Þú lærir að vera í snertingu við merkingu markmiða þinna. Þú færð einnig tæki og tól sem hjálpa þér að ná markmiðum þínum.