612b49c
top of page
Markþjálfasamtal

Hvernig fer markþjálfasamtal fram?

  • Markþjálfunarsamtalið snýst alltaf um þig. Viðfangsefnið sem unnið er með í hverju samtali er þitt. Það er í góðu lagi ef þú hefur ekki hugmynd um hvað þú vilt vinna með í markþjálfunarsamtalinu. Markþjálfinn þinn mun hjálpa þér að finna út úr því.  
     

  • Viðfangsefnin þín mega vera af öllum stærðum og gerðum. Í samtölum er oftast verið að vinna með líðandi stund og framtíðina. Stundum banka fortíðardraugar á dyr en í markþjálfun fá þeir bara að staldra stutt við.

  • Markþjálfinn þinn leggur sig fram um að finna nálgun og áherslur sem henta þér sem best.
    Oftast er nálgunin fjölbreytileg, skemmtileg og skapandi. Líka þegar viðfangsefnin eru erfið og flókin. Markþjálfinn þinn hlustar á tilfinningar þínar og líðan og hlúir að þeim með þér í samtalinu. Það er pláss fyrir allann tilfinningaskalann. Við hlæjum, grátum, fögnum og njótum.

     

  • Til þess að ná sem mestum árangri er mælt með því að koma í fleiri en einn tíma í markþjálfun. Flestir byrja á 3 – 5 tímum. Það er mikilvægt að þú vitir að þú getur alltaf hætt í markþjálfun. Markþjálfinn þinn sýnir því góðan skilning.
     

  • Þetta er mikilvægt vegna þess að milli þess sem þú hittir markþjálfan þinn þá framkvæmir þú markmiðin þín sem þú settir þér í markþjálfunarsamtalinu. Í næsta samtali er það sem gerðist skoðað vel og vandlega. Hvað virkaði vel? Hvað gaf þetta þér? Það sem ekki var gert er ekki skoðað.
     

  • Þetta er uppbyggilegt og hvetjandi ferli þar sem framfarirnar eru í brennidepli. Þannig skapast jákvæður stígandi og vöxtur.
     

  • Hvert markþjálfunarsamtal hjá Arnóri tekur 50 mínútur. En það er vel hægt að semja um styttri eða lengri tíma.

Ef það er eitthvað sem þig vantar að vita meira um markþjálfun hjá Arnóri

þá ekki hika við að hafa samband

bottom of page