612b49c
top of page
Alla leið í vottun (ACC)

Alla leið í vottun (ACC) er undirbúningur fyrir ACC vottun og sjálfstyrking fyrir markþjálfa til að ná árangri í markþjálfun.

 

Í gegnum árin hef ég haft nóg að gera í einstaklingsmarkþjálfun og hef einnig notið þeirra gæða að fá að leiðbeina í viðurkenndu námi í markþjálfun. 

Það er fátt sem gefur mér meira en að sjá kollega mína vaxa og dafna. Þess vegna er mentormarkþjálfun eitt það skemmtilegasta sem ég geri.

Mentorgraen.jpeg

Hvernig getur mentormarkþjálfun í hópi gagnast sem flestum markþjálfum? 

 

Þessi spurning hefur blundað í mér lengi en síðastliðna mánuði hef ég lagt mig fram um að finna svarið.

Það eru fjórir lyklar sem er mikilvægt fyrir þig að öðlast skilning á og virkja:

  1. Hafa einlæga trú á þér í markþjálfun

  2. Þekkja kjarnann þinn og virkja hann í markþjálfun 

  3. Læra að tengja og beita hæfnisþáttum markþjálfunar út frá kjarnanum þínum samhliða  einlægri trú á þig 

  4. Koma þér á framfæri og ná árangri sem markþjálfi 

Mentormarkþjálfun í hópi gagnast fyrir markþjálfa sem:

 

  • Eru byrjendur eða lengra komnir

  • Eru að safna mentortímum upp í vottun hjá ICF

  • Vilja öðlast einlæga trú á sér í markþjálfun

  • Vilja læra að þekkja og komast í kjarnann sinn í markþjálfun

  • Vilja skerpa færni sína í markþjálfun 

  • Vilja efla tengslanetið sitt við markþjálfa 

  • Vilja ná árangri í að koma sér á framfæri sem markþjálfar

Fyrirkomulag:

  • Hámark 8 í hóp

 

  • Tímabil: 5.mars til 28.maí. 2024
     

  • Fjöldi tíma: 20 tímar, fimm skipti á þriggja vikna fresti í 4 tíma í senn
     

  • Hvenær:
    Þriðjudögum frá kl.16.00-20.00
     

  • Staðsetning:
    Í raunheimum - Hlíðasmári 19, 2. hæð 

     

  • Verð: kr 119.000 staðgreitt eða
    mánaðargreiðslur (5 mánuðir) kr 27.000

Dagsetningar:

5. mars

26. mars

16. apríl

7. maí

28. maí

Ef það er eitthvað sem þig vantar að vita meira um markþjálfun hjá Arnóri

þá ekki hika við að hafa samband

bottom of page